Erlent

Íran gefur Frökkum 60 daga áður en samningar renna til Kínverja

Íran býr yfir miklum auðlindum sem margir vilja nýta sér en viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gera vestrænum fyrirtækjum erfiðara fyrir en Kínverjum og Rússum
Íran býr yfir miklum auðlindum sem margir vilja nýta sér en viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gera vestrænum fyrirtækjum erfiðara fyrir en Kínverjum og Rússum Vísir/Getty
Franski olíurisinn Total hefur sextíu daga til að tryggja sér undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Takist það ekki renna allir samningar þeirra um vinnslu jarðgaslinda til kínverska ríkisfyrirtækisins CNPC. Þetta er haft eftir olíumálaráðherra Írans í þarlendum fjölmiðlum.

Viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar þýða að bandarísk fyrirtæki geta ekki átt í viðskiptum í Íran og þær gætu einnig náð til erlendra fyrirtækja með starfsstöðvar í Bandaríkjunum. Vilji Total halda samningum sínum við Írana til streitu á fyrirtækið því á hættu að vera sektað harkalega í Bandaríkjunum.

Íranski olíumálaráðherrann segir að það sé undir frönskum stjórnvöldum komið að bjarga samningunum. Þau þurfi að þrýsta á ríkisstjórn Donalds Trump til að tryggja Total undanþágu. Að öðrum kosti verði Kínverjum boðið að yfirtaka samningana.

Kínverjar hafa nú þegar tryggt sér um þriðjung allra réttinda á jarðgasvinnslu í Íran. Yfirtaki þeir samninga Total verður um áttatíu prósent slíkra réttinda í kínverskri eigu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×