Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:17 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton brink Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16