Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 12:17 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton brink Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Launahækkun Ármanns hefur verið gagnrýnd síðustu daga og sagði meðal annars Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að um óhóf væri að ræða. Mánaðarlaun bæjarstjórans nema nú um 2,5 milljónum á mánuði.Segir Katrínu sjálfa hafa talað fyrir „Kópavogsmódelinu“ Í viðtalinu segir Ármann laun hans hafi verið reiknuð út í samræmi við launaþróun í landinu og bendir á að launahækkun hans sé lægri en sú sem þingmenn og ráðherrar fengu árið 2016. Hann gagnrýnir að forsætisráðherra hafi sjálf þegið sína launahækkun þrátt fyrir að hafa lofað breytingum og hún hafi sjálf talað fyrir sömu aðferð og var notuð við launahækkun hans. „Hún tók þessi laun upp á 35 prósent og 45 prósent sem þingmaður. Allt hennar fólk tók þessi laun. Það var boðað að gera eitthvað, það var ekkert gert og ennþá er verið að boða að gera eitthvað. Af orðum hennar má skilja að það eigi að tengja laun þingmanna, ráðherra og dómara við launaþróun opinberra starfsmanna og það er akkúrat það sem við gerðum. Hún ætlar í „Kópavogsmódelið“ hvað þetta varðar.“ Ármann segir sig ekki vera einan um launahækkun, og þeir embættismenn sem gagnrýni hækkunina séu að kasta steinum úr glerhúsiEðlilegt að forsætisnefnd fari ofan í launamál eftir kosningar Ármann bendir á að laun bæjarstjóra í Kópavogi hafi lengi verið há og sama megi segja um laun bæjarstjóra almennt. Það liggi því í augum uppi að slíkar prósentuhækkanir skili sér í háum krónutölum. Hann segir grunnlaun sín vera upp á 1,2 milljónir og sé með yfirvinnu upp á 50 stundir. Ásamt því fái hann bifreiðastyrk og fái greitt fyrir setu í bæjarstjórn. Það er því margt sem telji í heildarupphæðinni. „Ég er tilbúin til að ræða þetta og mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd setjist núna niður eftir kosningar og fari ofan í þessi mál.“ Hann segist taka á sig launalækkun ef það yrði ákvörðun bæjarstjórnar eftir kosningar. „Ég tek þeim launum sem bæjarstjórn úthlutar mér.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Segir launahækkanir til bæjarstjóra Kópavogs óhóf "Hann er með hærri laun en ég,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um launahækkun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar. 19. maí 2018 17:15
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Launahækkun Ármanns í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins Vinstri græn í Kópavogi telja launahækkun bæjarstjóra Kópavogs allt of mikla og vera í engu samræmi við kjör annarra starfsmanna bæjarins. 18. maí 2018 08:16