Davíð segir ríkisstjórnina ekki hafa gripið tímanlega til aðgerða í aðdraganda hrunsins Sylvía Hall skrifar 20. maí 2018 16:34 Davíð sagðist í viðtalinu hafa mætt efasemdum af hálfu ríkisstjórnar þegar hann lýsti yfir áhyggjum sínum. Vísir/Ernir Davíð Oddsson segir það hafa legið fyrir í ársbyrjun 2008 að bankarnir færu í þrot. Þetta kom fram í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Hann segir að þó vitneskjan um yfirvofandi atburði væri til staðar hafi verið of seint að grípa inn í á þeim tíma. Í viðtalinu segir Davíð að á þeim tíma er hann sá í hvað stefndi hafi hann farið á fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Hann hafi upplýst þá um stöðuna en segist hafa mætt efasemdum og áhyggjur hans hafi ekki hreyft við ríkisstjórninni. Hann segir það hafa verið skiljanlegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi verið varkárir á þessum tíma, enda benti fátt til þess í máli bankanna að eitthvað væri að. Bæði forsvarsmenn og reikningar sögðu til um að allt væri í lagi. Hins vegar telur hann að ef afstaða ríkisstjórnarinnar hefði verið önnur hefði það getað gert þjóðinni auðveldara fyrir í samskiptum við aðrar þjóðir í kjölfar hrunsins, og aðrar þjóðir frekar unnið með okkur en gegn.Fyrsta sinn sem ráðist var að sjálfstæði Seðlabanka á Vesturlöndum Davíð segist ekki erfa það við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, forystumenn ríkisstjórnarinnar eftir hrun, að hafa tekist á við málin líkt og þau gerðu. Hann telji þó að samstarfsmönnum hans innan Seðlabankans hafi verið bolað í burtu vegna hans og þessi stjórnvöld hafi verið þau fyrstu á Vesturlöndum sem hafi gert atlögu að sjálfstæði Seðlabanka. „Mér var mjög brugðið að þetta skyldi hafa gerst með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig honum litist á núverandi ríkisstjórn segist Davíð meta það svo að það hafi verið rétt að setja Katrínu Jakobsdóttur í forsætisráðherrastól og samstaða hafi verið meðal þjóðarinnar að svo færi. Hann telur að Steingrímur gæti staðið sig vel í sæti forseta Alþingis og sagðist hann óska Katrínu velfarnaðar í starfi. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Davíð Oddsson segir það hafa legið fyrir í ársbyrjun 2008 að bankarnir færu í þrot. Þetta kom fram í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Hann segir að þó vitneskjan um yfirvofandi atburði væri til staðar hafi verið of seint að grípa inn í á þeim tíma. Í viðtalinu segir Davíð að á þeim tíma er hann sá í hvað stefndi hafi hann farið á fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Hann hafi upplýst þá um stöðuna en segist hafa mætt efasemdum og áhyggjur hans hafi ekki hreyft við ríkisstjórninni. Hann segir það hafa verið skiljanlegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi verið varkárir á þessum tíma, enda benti fátt til þess í máli bankanna að eitthvað væri að. Bæði forsvarsmenn og reikningar sögðu til um að allt væri í lagi. Hins vegar telur hann að ef afstaða ríkisstjórnarinnar hefði verið önnur hefði það getað gert þjóðinni auðveldara fyrir í samskiptum við aðrar þjóðir í kjölfar hrunsins, og aðrar þjóðir frekar unnið með okkur en gegn.Fyrsta sinn sem ráðist var að sjálfstæði Seðlabanka á Vesturlöndum Davíð segist ekki erfa það við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, forystumenn ríkisstjórnarinnar eftir hrun, að hafa tekist á við málin líkt og þau gerðu. Hann telji þó að samstarfsmönnum hans innan Seðlabankans hafi verið bolað í burtu vegna hans og þessi stjórnvöld hafi verið þau fyrstu á Vesturlöndum sem hafi gert atlögu að sjálfstæði Seðlabanka. „Mér var mjög brugðið að þetta skyldi hafa gerst með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig honum litist á núverandi ríkisstjórn segist Davíð meta það svo að það hafi verið rétt að setja Katrínu Jakobsdóttur í forsætisráðherrastól og samstaða hafi verið meðal þjóðarinnar að svo færi. Hann telur að Steingrímur gæti staðið sig vel í sæti forseta Alþingis og sagðist hann óska Katrínu velfarnaðar í starfi.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira