Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2018 19:15 Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Sjá meira