Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2018 19:15 Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira