Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina í Ölfusá Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 12:37 Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á miðjan dag. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni við Ölfusá í dag en um áttatíu björgunarsveitarmenn leita nú mannsins sem féll í ána í gærnótt.Sjá einnig: Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum Þyrlan var nýkomin á svæðið þegar Vísir náði tali af Gunnari Inga Friðrikssyni hjá aðgerðastjórn björgunarsveita í Árnessýslu skömmu eftir hádegi. „Hún er að skoða svæðið og verður kannski aftur seinna í dag,“ segir Gunnar en þyrlan var einnig kölluð út rétt eftir að lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði farið í ána. Hún sneri þó aftur til Reykjavíkur skömmu síðar og var ekki notuð frekar í gær. Gunnar segir ekkert nýtt að frétta úr leitinni þó að aðgerðin sjálf gangi ágætlega. Um áttatíu manns eru nú að leita í og við Ölfusá, bæði í gönguhópum og á bátum. Þá gerir Gunnar ráð fyrir að leitað verði fram á miðjan dag. „Þá klárum við líklega öll verkefni sem við erum með. Eftir það þarf svo að ákveða hvað við gerum næst. Það sem er þó að hamla okkur svolítið er hvað það er mikið vatn í ánni, það er búið að vera svo mikil rigning og vatnsmagnið meira en venjulega.“ Að því sögðu eru aðstæður þó tiltölulega góðar. Björgunarmenn hafa til að mynda geta notað dróna við leitina í dag en það var ekki hægt í gær sökum slæmra veðurskilyrða. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú aðfararnótt sunnudags og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tengdar fréttir Leitaraðstæður við Ölfusá betri í dag en í gær Leit hefst að nýju í og við Ölfusá um klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 21. maí 2018 07:55 Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum Leit að manni sem fór í Ölfusá í gær hófst að nýju upp úr klukkan níu í morgun. 21. maí 2018 10:04 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni við Ölfusá í dag en um áttatíu björgunarsveitarmenn leita nú mannsins sem féll í ána í gærnótt.Sjá einnig: Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum Þyrlan var nýkomin á svæðið þegar Vísir náði tali af Gunnari Inga Friðrikssyni hjá aðgerðastjórn björgunarsveita í Árnessýslu skömmu eftir hádegi. „Hún er að skoða svæðið og verður kannski aftur seinna í dag,“ segir Gunnar en þyrlan var einnig kölluð út rétt eftir að lögreglu barst tilkynning um að maðurinn hefði farið í ána. Hún sneri þó aftur til Reykjavíkur skömmu síðar og var ekki notuð frekar í gær. Gunnar segir ekkert nýtt að frétta úr leitinni þó að aðgerðin sjálf gangi ágætlega. Um áttatíu manns eru nú að leita í og við Ölfusá, bæði í gönguhópum og á bátum. Þá gerir Gunnar ráð fyrir að leitað verði fram á miðjan dag. „Þá klárum við líklega öll verkefni sem við erum með. Eftir það þarf svo að ákveða hvað við gerum næst. Það sem er þó að hamla okkur svolítið er hvað það er mikið vatn í ánni, það er búið að vera svo mikil rigning og vatnsmagnið meira en venjulega.“ Að því sögðu eru aðstæður þó tiltölulega góðar. Björgunarmenn hafa til að mynda geta notað dróna við leitina í dag en það var ekki hægt í gær sökum slæmra veðurskilyrða. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að maður hefði farið fram af Ölfusárbrú upp úr klukkan þrjú aðfararnótt sunnudags og var strax sett í gang mikil björgunaraðgerð björgunarsveita með aðstoð Brunavarna Árnessýslu, sjúkraflutningamönnum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Tengdar fréttir Leitaraðstæður við Ölfusá betri í dag en í gær Leit hefst að nýju í og við Ölfusá um klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 21. maí 2018 07:55 Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum Leit að manni sem fór í Ölfusá í gær hófst að nýju upp úr klukkan níu í morgun. 21. maí 2018 10:04 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Leitaraðstæður við Ölfusá betri í dag en í gær Leit hefst að nýju í og við Ölfusá um klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 21. maí 2018 07:55
Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum Leit að manni sem fór í Ölfusá í gær hófst að nýju upp úr klukkan níu í morgun. 21. maí 2018 10:04