Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 20:00 Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning. Löggjöfin tekur gildi í Evrópu þann 25. maí og mun uppfrá því hafa áhrif á öll fyrirtæki sem eru þar með starfsemi eða sýsla með persónuupplýsingar Evrópubúa. Þó hún öðlist ekki lagagildi samdægurs hér á landi hefur hún þó strax áhrif á flestöll fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum grundvelli. „Til dæmis flugfélög, svo er spurning um álfyrirtæki, kvikmyndaframleiðslu, stoðtækjaframleiðslu, verslun og viðskipti, vinnsla persónuupplýsinga fer mjög víða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Sektir upp á milljónir evra Fjölmargar skyldur eru lagðar á fyrirtækin, þ.á.m. að halda skrá yfir alla vinnslu upplýsinga og gera umfangsmiklar áreiðanleikaprófanir áður en nýr hugbúnaður er tekinn í notkun. Þá öðlast persónuverndaryfirvöld í Evrópu fjölþjóðlegri heimildir og geta lagt á sektir upp á milljónir Evra ef fyrirtæki þykja ekki hafa fylgt ákvæðum reglugerðarinnar. „Það tekur ákveðinn tíma að breyta hugarfari heillar þjóðar og þetta er verkefni sem kallar á gjörbreytt hugarfar. Að allir vinnustaðir hugi betur að því hvernig þeir fara með persónuupplýsingar,“ segir Helga.Samfélagsmiðlar taka breytingum Samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Instagram hafa undanfarna daga sent notendum sínum tilkynningar um beiðnir um að samþykkja ýmiss konar skilmála. Þetta er hluti þeirra breytinga sem má vænta, þar sem notendur eru gerðir mun meðvitaðri og upplýstari um hvaða upplýsingar eru notaðar og hvernig. Svipað er uppi á teningnum með fjarskipta, póst- og skýjaþjónustur svo dæmi séu tekin. Helga segir að þó reglurnar kunni að virðast strangar þá sé full ástæða til, enda geti röng meðferð persónuupplýsinga haft alvarlegar afleiðingar. „Við sjáum dæmi frá Noregi þar sem íþróttakona lenti í því að einn sími var tekinn traustataki, persónuupplýsingar eins einstaklings fóru mjög víða og virðast bara næstum hafa gert það að verkum að manneskjunni fannst hún missa tök á lífinu. Hvað þá þegar það eru mörghundruð aðilar undir,“ segir Helga að lokum.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira