Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:00 Vísir/Vilhelm Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins. Kosningar 2018 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins.
Kosningar 2018 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira