Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:02 Frávik jukust um meira en milljarð á milli ára FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira