Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. maí 2018 12:02 Frávik jukust um meira en milljarð á milli ára FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra. Frávik í tekjutengdum greiðslum Tryggingastofnunar eru töluverð. Síðustu tvö ár hefur þurft að endurreikna greiðslur um áttatíu og átta prósent lífeyrisþega. Þar af reyndist nákvæmlega helmingur hafa fengið ofgreitt, 44%, og hinn helmingurinn fékk vangreitt. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir lagaumhverfið hafa mikið um það að segja hversu mikil frávikin séu. „Þessi prósentutala hefur verið að lækka frekar en hitt,“ segir Sigríður. „En allar lagabreytingar geta haft áhrif á hversu kvikar þessar greiðslur eru. Semsagt hvað tekjur mega breytast mikið áður en okkar greiðslur breytast. Allt er þetta byggt á tekjuáætlunum.“ Búið er að endurreikna greiðslur síðasta árs. Þrátt fyrir að frávikin séu svipað mörg og árið á undan eru upphæðirnar töluvert hærri. Árið 2016 námu vangreiðslur um tveimur milljörðum króna en í fyrra voru þær 2,6 milljarðar. Þá fóru ofgreiðslur úr 3,4 milljörðum upp í 3,9 milljarða. Sigríður segir það skýrast af því að sjálfar lífeyrisgreiðslurnar hafi hækkað. „Það var veruleg hækkun á lífeyri á þessu ári sem við erum núna að endurreikna, það er að segja 2017,“ segir Sigríður. „Þá voru verulegar hækkanir á greiðslum til ellilífeyrisþega. Það skilar sér í hækkun á frávikum, eðlilega. Svo fjölgaði örorkulífeyrisþegum einnig.“ Þar sem greiðslur Tryggingastofnunar byggja á tekjuáætlun og tekjutengingu er í raun ómögulegt að komast hjá því að ofgreiða og vangreiða háar upphæðir á hverju ári. „Tekjutengingar eru miklar í okkar almannatryggingakerfi,“ segir Sigríður. „Það liggur aldrei endanlega fyrir hverjar tekjur viðkomandi eru fyrr en upplýsingar liggja fyrir hjá skattinum. Þannig að ef við ætlum að tryggja réttar greiðslur er mjög mikilvægt að vera með endurreikning eins og þennan. Það er síðan alltaf spurning hversu miklar tekjutengingarnar eiga að vera. Ef þær eru minni þá eru áhrif þessa endurreiknings minni á heildargreiðslur og leiðréttingarnar ekki eins viðamiklar.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira