Innlent

Margdæmdur „útfararstjóri“ hlýtur enn einn dóminn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi.
Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Ernir
Gunnar Rúnar Gunnarsson hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja félaga. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot.

Fjallað var um Gunnar Rúnar og hans hlutverk sem „útfararstjóra“ í frétt Vísis árið 2015 í kjölfar umfjöllunar Bresta um fyrirbærið „útfararstjóra“, menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot og koma þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið.

Sagðist ekki hafa vitað hann væri að gera á tímabili

Félögin tvö sem um ræðir nefnast Listflísar og 36 ehf. Gekkst Gunnar Rúnar við því fyrir dómi að hafa verið skráður í forsvari fyrir bæði félög. Sagði hann hvorugt hafa stundað rekstur en kannaðist hann þó við að hafa gefið út reikninga í skiptum fyrir fíkniefni.

Kvaðst hann hafa verið „útfararstjóri“ yfir 36. ehf. en hann hafi ekki „vitað hvað hann væri að gera á tímabili“ því að hann hafi verið metinn greindarskertur. Þá tók hann við félaginu 36 ehf. af bróður sínum árið 2014 en félagið var þá á leiðinni í þrot.

Í dómi Héraðsdóms Suðurlandssegir að Gunnari Rúnari hafi samkvæmt lögum borið að sjá til þess að starfsemi félaganna væri í réttu horfi og að tryggja að félögin inntu af hendi lögboðin gjöld og jafnframt að bókhald yrði fært í samræmi við lög.

Segir einnig að hann hafi að mestu kannast við eigin vanrækslu og ekki fært nein sannfærandi rök fyrir sýknukröfu sinni í málinu. Sem fyrr segir hafði hann áður verið sakfelldur fjórtán sinnum en sakaferillinn nær aftur til ársins 1995. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×