Sveitarfélaginu Hornafirði stefnt til að viðurkenna bótaskyldu og tjón metið á hundruð milljóna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:15 Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín. Hornafjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Fyrirtæki við Jökulsárlón fer fram á að sveitarfélagið Hornafjörður viðurkenni bótaskyldu vegna ólögmætra aðgerða á átta ára tímabili. Tjón fyrirtækisins hefur verið metiðá hundruð milljóna króna. Fyrirtækið Ice Lagoon ehf. stefnir sveitarfélaginu Hornafirði og byggir stefnuna á því að sveitarfélagið hafi frá árinu 2010 viðhaft ýmsar aðgerðir sem hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Sakar sveitarfélagið um valdníðslu Jón Þór Ólason lögmaður Ice Lagoon segir að sveitarfélagið hafi ekki gætt jafnræðis við úrlausn mála og komið fram af valdníðslu og hlutdrægni í ákveðnum tilfellum. „Málatilbúnaðurinn byggir á því að sveitarfélagið hafi í tæp átta ár viðhaldið ólögmætu ástandi við Jökulsárlón með því að synja umbjóðanda mínum með ólögmætum hætti um að geta sinnt rekstri sínum,“ segir Jón Þór. Jón segir að tveir dómar hafi fallið, þar sem sýnt þykir að aðgerðir sveitarfélagsins hafi verið ólögmætar. „Við erum með tvo dóma sem eru mjög skýrir að þessu leiti. Enda tel ég að bótaskylda sveitarfélagsins sé alveg skýr. Ég tel að framganga sveitarfélagsins sé líkt og raunhæft verkefni í stjórnsýslurétti, hún er svo röng, “ segir Jón Þór. Í stefnunni kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 7. júní. Bæjarstjóri segir óeðlilegt að umfjöllun sé komin í fjölmiðla Fréttastofa hafði samband við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra Hornafjarðar vegna málsins sem sagðist ekki hafa fengið stefnuna og þætti óeðlilegt að málið væri komið í fjölmiðla áður en hún bærist til sín.
Hornafjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira