Aukin hætta á gróðureldum Höskuldur Kári Schram skrifar 24. maí 2018 19:45 Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. Sérstakur starfshópur um brunavarnir í gróðri kynnti í dag nýjan bækling og nýja vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra segir að hættan á slíkum eldum hafi aðeins aukist á undanförnum árum samfara aukinni trjárækt og minnkandi sauðfjárbeit. Dóra Hjálmarsdóttir sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkís segir að sumarhúsasvæði séu sérstaklega viðkvæm fyrir þessari þróun en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús. „Þéttleiki gróðurs á sumarhúsavæðum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og það er kominn tími til þess að við hugum að þessum málum. Í upphafi voru sumarhúsasvæðin á bersvæði en fólk hefur verið gríðarlega duglegt við að planta en síður að grisja,“ segir Dóra. Þá getur einnig skapast hætta ef upp kemur eldur á stórum skógræktarsvæðum á borð við Heiðmörk. „Í réttu árferði, sem sagt mikill þurrkur og mikill vindur, væri þetta eldur sem væri mjög erfitt að eiga við. Við eigum ekki flugvélar sem flytja vatn en landhelgisgæslan er með þyrlu og poka til að flytja vatn sem kannski má sín lítils í svona stórum eldi. Það yrði virkilega stórt verkefni ef til þess kæmi,“ segir Pétur Pétursson formaður Félags slökkviliðsstjóra. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni grodureldar.is
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira