Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:11 Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Vísir/Margrét Helga „Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
„Ég er alvön því að vera sætasta stelpan á ballinu, sjáðu til,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, og skellir upp úr þegar hún er beðin um leggja mat á stöðuna sem er uppi að loknum borgarstjórnarkosningum. Viðreisn, með Þórdísi Lóu, í broddi fylkingar, er í lykilstöðu og getur horft bæði til vinstri og hægri þegar kemur að myndun meirihluta í borginni. Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. Viðreisn er með 8,2% atkvæða og tryggði sér tvo borgarfulltrúa í borgarstjórn, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek og er stærsti nýi flokkurinn í borgarstjórn. Þórdís tók undir orð Kristjáns Kristjánssonar, þáttastjórnanda Sprengisands, um að Viðreisn væri í lykilstöðu til að velja á milli Dags B. Eggertssonar og Eyþór Arnalds. „Já, auðvitað erum við í oddastöðu en það eru miklu fleiri spil á borðinu líka. Við erum ótrúlega ánægð með niðurstöðurnar. Við lítum á þetta sem góðan sigur fyrir okkur. Við komum inn ný, um landið allt og Viðreisn hefur verið að gera frábæra hluti. Það er í rauninni mikið veganesti inn fyrir okkur næstu fjögur ár í sveitarstjórnarmálum.“Þórdís Lóa segir að samstarfsflötur sé bæði með flokkunum á hægri væng og vinstri væng.Vísir/Margrét HelgaAðspurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Eyþóri og Sjálfstæðisflokknum segir Þórdís Lóa: „Já, ég er alveg viss um það,“ og bætir við að sérstaða flokksins sé fólgin í því að hann er á miðju hins pólitíska litrófs. „Við erum náttúrulega svolítið sérstök því við bæði horfum við á markaðsöflin og atvinnulífið en við erum líka með sterka velferðar-og jafnréttistaug og erum líka mjög sammála Vinstri grænum, sem dæmi, þegar kemur að umhverfismálum,“ segir Þórdís Lóa sem gefur ekkert uppi um það hvort henni hugnast betur að vinna til vinstri eða hægri. „Við erum, ef ég má nota það orð, „úrbanistar“. Við viljum þétta borgina, við viljum inn með úthverfin, við sjáum fyrir okkur borgarlínu og greiða götu einkabílsins í stokk,“ segir Þórdís Lóa en þessar áherslur eru mjög ráðandi í borgarskipulagi fráfarandi meirihluta í borgarstjórn. Þórdís Lóa segir að það sé alveg skýrt að Viðreisn gengur óbundin til þessara viðræðna en telur best að allir flokksleiðtogar ræði við sitt bakland áður en ákvarðanir eru teknar.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira