Innlent

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum aldrei hærra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum eykst milli kjörtímabila. Að loknum kosningunum í gær er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð og lægst í Mosfellsbæ og Árborg, sé litið til 22 stærstu sveitarfélaganna.
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum eykst milli kjörtímabila. Að loknum kosningunum í gær er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð og lægst í Mosfellsbæ og Árborg, sé litið til 22 stærstu sveitarfélaganna. vísir/Gvendur
Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hærra en nokkru sinni fyrr að loknum sveitarstjórnakosningunum í gær. Þegar horft er til stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð en lægst í Mosfellsbæ og i Ölfusi.Á síðasta kjörtímabili voru borgarfulltrúar í Reykjavík 15 talsins. Núna aftur á móti eru konurnar 15 eða um 65% allra borgarfulltrúa í Reykjavík. Þegar landið er skoðað í heild voru 236 konur kjörnar í sveitarstjórn og eru 47% kjörinna fulltrúa konur en 53% eru karlar. Þannig hefur hlutur kvenna aukist frá síðasta kjörtímabili þegar 44% sveitarstjórnafulltrúa voru konur en 56% karlar. Að loknum kosningum í gær hefur kynjahlutfall í sveitarstjórnum á landsvísu aldrei verið jafnara.Þegar horft er til 22 stærstu sveitarfélaganna er hlutfall kvenna hæst í Fjallabyggð eða rúmlega 71% en lægst í Mosfellsbæ og í Árborg, eða rúm 22%. Í einu sveitarfélagi skipa karlar öll sæti í sveitarstjórn en það er í Borgarfjarðarhreppi þar sem fram fór óbundin kosning.Þegar horft er til sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu stendur kynjahlutfall í stað á Seltjarnarnesi. Konum fjölgar aftur á móti bæði í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en fækkar Hafnarfirði og í Mosfellsbæ þar sem aðeins tvær konur náðu kjöri en þær voru fjórar á síðasta kjörtímabili. Í fjórum af sveitarfélögunum sex eru kynjahlutföll eins jöfn og unnt er, en Reykjavík og Mosfellsbær skera sig úr.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.