Viðreisn og Miðflokkurinn sigurvegarar að mati stjórnmálafræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2018 19:15 Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Tuttugu og sjö flokkar buðu fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum um helgina en af þeim náðu átján flokkar inn fjörutíu og fimm kjörnum fulltrúum. Eva Marín Hlynsdóttir lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að mun fleiri hafi komið fram nú en áður. „Það eru fleiri aðilar en áður sem telja að þeirra skoðanir komist ekki að og stofna nýja flokka til að koma þeim á framfæri. Þá virðast flest framboðin sem bjóða fram utan Reykjavíkur vera að komast inn,“ segir Eva Marín. Viðreisn bauðí fyrsta skipti fram á Höfuðborgarsvæðinu og náði alls staðar inn fólki þar sem flokkurinn bauð fram eða í Reykjavík, Kópavogi þar sem flokkurinn bauð fram með Bjartri framtíð, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi þar sem flokkurinn bauð fram með Neslistanum. Miðflokkurinn bauð fram í tólf sveitarfélögum og fékk níu menn kjörna í níu sveitarfélögum. Þrjá á höfuðborgarsvæðinu og sex á landsbyggðinni. Eva Marín segir þessa tvo flokka sigurvegara sveitarstjórnarkosninganna. „Bæði Miðflokkurinn og Viðreisn eru að styrkja sig og eru að koma þarna ný inn á þetta svið með töluverðu trukki. En auðvitað getur maður líka fariðút í það að Samfylkingin er að ná betri árangri í sveitarstjórnarkosningunum núna en í landsmálunum í haust,“ segir Eva. Ný framboð í sveitarstjórnarkosningum 2018: REYKJAVÍK 11 framboð buðu fram í fyrsta skipti í Reykjavík, af þeim komu fjórir flokkar inn fimm mönnum. Viðreisn 2, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Flokkur fólksins 1, Miðflokkurinn 1. Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Kvennahreyfinginn, Borgin okkar, Alþýðufylkingin, Karlalistinn, Frelsisflokkurinn KÓPAVOGUR 4 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Kópavogi af þeim kom einn flokkur inn tveimur mönnum. Viðreisn 2.Sósíalistaflokkur Íslands, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn HAFNARFJÖRÐUR 3 framboð buðu fram í fyrsta skipti og þeir komu inn einum manni hver. Viðreisn 1, Bæjarlistinn 1, Miðflokkurinn 1. AKUREYRI 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað inn manni. Miðflokkurinn 1.Píratar REYKJANESBÆR 2 framboð buðu fram í fyrsta skipti og náði annað þeirra inn manni. Miðflokkurinn 1.Vinstri græn GARÐABÆR 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram í Garðabæ og náði annað þeirra inn þremur mönnum. Garðabæjarlistinn 3.Miðflokkurinn MOSFELLSBÆR 3 framboð buðu í fyrsta skipti fram og þau komu öll inn manni. Viðreisn 1, Vinir Mosfellsbæjar 1, Miðflokkurinn 1. ÁRBORG 2 framboð buðu í fyrsta skipti fram og komu bæði inn manni. Áfram Árborg 1, Miðflokkurinn 1. AKRANES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. Miðflokkurinn. FJARÐABYGGÐ 1 flokkur í fyrsta skipti og fékk 1 mann. Miðflokkurinn 1. SELTJARNARNES 1 bauð fram í fyrsta skipti og fékk ekki mann. En eitt framboð Viðreisn/Neslistinn og fékk 1 mann Viðreisn/Neslistinn 1.Fyrir Seltjarnarnes VESTMANNEYJAR 1 flokkur bauð fram í fyrsta skipti og fékk þrjá menn kjörna. Fyrir Heimaey 3. SKAGAFJÖRÐUR 1 flokkur bauð í fyrsta skipti fram og fékk tvo menn kjörna. Byggðalistinn 2. ÍSAFJARÐARBÆR Ekkert nýtt framboð. BORGARBYGGÐ Ekkert nýtt framboð FLJÓTSDALSHÉRAÐ 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1. SANDGERÐI OG GARÐUR 2 framboð í fyrsta skipti og bæði náðu inn fólki. Listi fólksins 2, Jákvætt samfélag 3. GRINDAVÍKURBÆR 2 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Miðflokkurinn 1, Rödd unga fólksins 1. NORÐURÞING 1 framboð í fyrsta skipti og einn maður kjörinn. Listi samfélagsins 1. HVERAGERÐI 1 framboð í fyrsta skipti og tveir kjörnir. Okkar Hveragerði 2. FJALLABYGGÐ 2 framboð í fyrsta skipti fengu tvo kjörna hver. Fyrir heildina 2, Betri Fjallabyggð 2. HORNAFJÖRÐUR Ekkert nýtt framboð ÖLFUS 1 framboð í fyrsta skipti fékk þrjá kjörna. Framfarasinnar & félagshyggjufólk 3.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira