Innlent

Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans, Fyrir Heimaey, að sögn Njáls Ragnarssonar, oddvita Eyjalistans.

Fulltrúar Eyjalistans voru áður búnir að gefa það út að þeir vildu ræða við fulltrúa bæði D-lista og H-lista áður en næstu skref yrðu tekin. Njáll segir að aðstandendur Eyjalistans stefni að því að hittast síðdegis á morgun til að meta stöðuna og ákveða framhaldið.


Tengdar fréttir

Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð

Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×