Innlent

Viðræður hafnar í Vestmannaeyjum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Fulltrúar Eyjalistans og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum hittust á fundi nú síðdegis. Í kvöld munu svo fulltrúar Eyjalistans hitta fulltrúa H-listans, Fyrir Heimaey, að sögn Njáls Ragnarssonar, oddvita Eyjalistans.

Fulltrúar Eyjalistans voru áður búnir að gefa það út að þeir vildu ræða við fulltrúa bæði D-lista og H-lista áður en næstu skref yrðu tekin. Njáll segir að aðstandendur Eyjalistans stefni að því að hittast síðdegis á morgun til að meta stöðuna og ákveða framhaldið.


Tengdar fréttir

Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð

Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.