Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2018 22:00 Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þetta er orðið fimmtán ára deilumál; hvar Vestfjarðavegur eigi að liggja í gegnum Gufudalssveit í framtíðinni. Þegar fráfarandi sveitarstjórn í byrjun marsmánaðar valdi á milli tveggja valkosta, að vegurinn færi í gegnum Teigsskóg eða í jarðgöngum undir Hjallaháls, samþykkti hún með fjórum atkvæðum gegn einu að setja Teigsskógarleiðina inn á aðalskipulag.Frá fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps þann 8. mars sem samþykkti að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Mánuði síðar tók hreppsnefndin hins vegar óvænt hliðarskref, þegar hún samþykkti að fela norskri verkfræðistofu að gera nýja úttekt á veglínum. Hagkaupsbræðurnir Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir veita Reykhólahreppi fimm milljóna króna styrk til að kosta úttektina, að sögn Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Viðmælendum okkar í Reykhólahreppi ber saman um að Teigsskógarmálið hafi nær ekkert verið rætt fyrir þessar kosningar en þar var persónukjör. En hvaða afstöðu hafa nýkjörnir hreppsnefndarmenn til málsins? Við spurðum alla fimm í dag: Ingimar Ingimarsson sagði: Búið að afgreiða málið, ættum að halda okkur við það. Ef annar skýr valkostur kæmi fram, sem öllum litist á, mætti taka upp skipulagið. Árný Huld Haraldsdóttir sagði: Ég er alveg tilbúin að skoða að taka upp skipulagið, ef niðurstaða Norðmannanna verður þannig að þetta sé eitthvað skrítið. Við getum samt ekki beðið endalaust eftir því að eitthvað verði gert. Jóhanna Ösp Einarsdóttir sagði: Ef það kemur eitthvað út úr norsku úttektinni sem okkur hefur yfirsést er ég tilbúin að taka upp aðalskipulagið. Karl Kristjánsson sagði: Stend við fyrri afstöðu um að friðlýsa Teigsskóg og vil jarðgöng undir Hjallaháls. Embla Dögg Jóhannsdóttir sagði: Mér líst vel á leiðina í gegnum Teigsskóg og tel líklegast að hún verði farin. Þetta þarf að fara að leysa, þetta er orðið of langdregið. Er samt alveg tilbúin að taka upp skipulagið og er opin fyrir öllu. Með öðrum orðum: Allir eru tilbúnir að opna málið.Styrmir Sæmundsson og Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Fremri-Gufudal.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það gætir þó óþreyju, eins og fram kom í máli Jóhönnu Aspar á Stöð 2 í fyrra, en hún vill láglendisveg. „Ég vil bara að þeir byrji. Mér er svona nokkuð sama hvar þeir fara, - bara að þeir byrji,“ sagði Jóhanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Teigsskógur varð fyrir valinu Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sem lauk nú fyrir skömmu að setja veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. 8. mars 2018 18:30
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15