Innlent

Kona og fjögur börn sluppu ómeidd frá brennandi bíl

Kjartan Kjartansson skrifar
Bíllinn byrjaði að loga skömmu eftir að hann kom upp úr Hvalfjarðargöngunum norðanmegin. Myndin er úr safni.
Bíllinn byrjaði að loga skömmu eftir að hann kom upp úr Hvalfjarðargöngunum norðanmegin. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur
Eldur kom upp í fólksbíl þegar hann var að koma upp úr Hvalfjarðargöngunum að norðanverðu upp úr klukkan sex í kvöld. Kona og fjögur börn komust ómeidd út úr bílnum sem varð fljótlega alelda. Bíllinn er stórskemmdur eftir eldinn.

Björn Þórhallsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akranesi, segir að svo virðist sem að eitthvað hafi ofhitnað í bílnum þegar hann var að koma upp úr göngunum. Konan og börnin fjögur hafi hins vegar komist strax út úr bílnum.

Útkallið barst skömmu eftir klukkan sex en það tók slökkviliðsmenn skamman tíma að ráða niðurlögum eldsins.

Vitni segir að þrír bílar hafi ekið fram hjá konunni þar sem hún stóð ásamt börnunum við þjóðveginn við hliðina á bílnum sem stóð þá í ljósum logum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×