Innlent

Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tjónið í Miðhrauni var algjört.
Tjónið í Miðhrauni var algjört. Vísir/Vilhelm
Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna.

Í tilkynningu frá talsmönnum hópsins segir að um prófmál verði að ræða þar sem látið verður reyna á skaðabótaskyldu þeirra sem bera ábyrgð á því tjóni sem þarna varð. Eins og fram hefur komið kviknaði eldurinn út frá rafmagni á lager Icewear, sem var í sama húsi.

Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni

„Lögmenn sem rætt hefur verið við telja að þeir sem urðu fyrir tjóni í brunanum séu í sterkri stöðu til að fá meiri bætur en boðist hafa til þessa og að ábyrgð Geymslna verði staðfest,“ segir í tilkynningu hópsins.

Hópurinn hefur boðað til fundar með þeim sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Á fundinum mun lögmaður fara yfir stöðu mála og þær leiðir sem farnar verða. Fundurinn fer fram þann 14. maí klukkan 20 á annarri hæð Ásvallalaugar í Hafnarfirði.

Í tilkynningunni segir að fundurinn verði aðeins opinn þeim sem  eiga kröfur í þessu máli. Þá hefur jafnframt verið opnuð heimasíðan www.geymslubruninn.is þar sem frekari upplýsingum verður miðlað eftir því sem málinu vindur fram.


Tengdar fréttir

Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna

Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×