Ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2018 21:30 Karl Gunnarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira
Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00