Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:56 Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga. Vísir/Daníel Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi sem Þjóðskrá Íslands hefur til sérstakrar skoðunar. Nýlega fjölgaði íbúum í Árneshreppi á Ströndum, fámennasta sveitarfélagi landsins, um 38 prósent. Fjölgunin þótti óvænt, jafnvel grunsamleg, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að afar stutt er til sveitastjórnarkosninga auk þess sem tekist er á um virkjun Hvalár.Sjá einnig: Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Halldór, sem var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag, sagði málið mjög sérstakt en sambandið fylgist með gangi mála. Sjálfum var honum þó ekki kunnugt um hvort óskað hefði verið eftir ráðgjöf sambandsins í málinu. Halldór sagði jafnframt að endurskoða þyrfti lög um lögheimili og lögheimilsflutninga. „Þau eru nattúrulega gölluð, það er auðvitað galli á kerfinu að nú geti einhver flutt heim til þín, Þorgeir. Það gæti einhver núna setið við tölvuna og skráð sig á heimili þitt og þú veist ekki af því og hefur ekkert um það að segja. Svo er ekki víst að þú komist að því fyrr en eftir einhvern tíma.“ Þá sagði Halldór að sveitarstjórn Árneshrepps gæti ekki samþykkt kjörskrá sem svindl er á bak við. Þá taldi hann ekkert annað í boði en að taka umræddar nýjar skráningar út af kjörskránni. Málið í Árneshreppi sýni enn fremur fram á nauðsyn þess að innleiða lög um lágmarksstærð sveitarfélaga. Engin slík lög eru í gildi í dag en í eldri lögum var lágmarksstærð miðuð við 50 íbúa. „Svona lítið sveitarfélag, með tæplega 50 íbúa, þetta er auðvitað alltof lítið. Við þurfum að fara að taka ákvörðun í þessu landi um hver lágmarksstærð sveitarfélaga á að vera. Það er ekki eðlilegt að í sveitarstjórnarlögum sé engin lágmarksstærð.“Hlusta má á viðtalið við Halldór Halldórsson í heild sinni í spilaranum að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45