Versus lögmenn: Atli Helgason hvorki eigandi né starfandi lögmaður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:21 Atli Helgason fyrir um tíu árum síðan. Versus lögmenn segja framgöngu Lögmannafélagsins vonbrigði. Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri. Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Lögmenn sem starfa hjá Versus lögmönnum segja Atla Helgason hvorki eiganda lögmannsstofunnar né starfandi lögmann þar. Lögmannafélagi Íslands sé fullkunnugt um það enda sé félagið með gögn sem sanni það. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Versus lögmönnum. Líkt og greint hefur verið frá hefur Lögmannafélagið farið fram á að allir lögmenn Versus, sem eru fjórir talsins, verði sviptir lögmannsréttindum sínum. Ástæðan er sú að Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi fyrir morð, var skráður eigandi stofunnar. Atli er lögfræðingur að mennt en var sviptur réttindum sínum eftir dóminn. Hann fékk uppreist æru um síðastliðin áramót, en hefur ekki farið fram á réttindi sín að nýju. Sjá einnig:Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínumStarfaði sem lögfræðingur án lögmannsréttinda „Einnig vilja lögmennirnir koma því á framfæri að Atli Helgason hefur ekki starfað sem lögmaður á stofunni eins og Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands gefur í skyn, í viðtali við visi.is, heldur sem lögfræðingur án lögmannsréttinda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að það séu vonbrigði að Lögmannafélagið gangi fram með þessum hætti því félagið sjálft sem og úrskurðarnefnd lögmanna séu með upplýsingar um eignarhald á stofunni. „Eignarhald, stjórn og rekstur Versus lögmanna var með sama hætti og fjölmargra annarra lögmannsstofa,“ kemur jafnframt fram.Sjá einnig:Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands rekur nú ágreiningsmál fyrir úrskurðarnefnd lögmanna vegna eignarhalds á Versus. Samhliða því sendi félagið frá sér tölvupóst þar sem félagsmenn voru hvattir til þess að gæta að því að kröfur um eignarhald, stjórnarsetu og framkvæmdastjórn séu uppfylltar, en lögum samkvæmt mega aðilar sem ekki hafa lögmannsréttindi ekki vera skráðir eigendur á lögmannsstofum. Samkvæmt upplýsingum frá Versus er lögmannsstofan hætt rekstri.
Tengdar fréttir Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19 Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Rekstur lögmannsstofa í uppnámi: Meðeigendur formanns Lögmannafélagsins án réttinda Lögmannafélag Íslands hefur farið fram á sviptingu réttinda lögmanna Versus vegna eignarhalds í stofunni, en einn eigandi hennar er án málflutningsréttinda. Þrír eigendur í stofu Lögmanna Lækjargötu, sem formaður Lögmannafélagsins á í og rekur, eru ólöglærðir. 23. nóvember 2016 12:19
Lögmannafélagið vill að lögmenn Versus verði sviptir réttindum sínum Ástæðan er að Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð árið 2001, er skráður eigandi stofunnar. 17. nóvember 2016 23:41