Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:51 Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað þann 28. apríl síðastliðinn. Vísir/Ívar Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum. Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27