28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 13:00 Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010. Af átta spjöldum sem leikmenn Kamerún hafa fengið á HM hefur Song fjölskyldan fengið þrjú. vísir/getty Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00