Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2018 20:17 Ekki næst sambandi við ferðamennina tvo. Vísir/Vilhelm Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 50 manns taka þátt í leitinni að mönnunum með einum eða öðrum hætti en nú er einblínt á að koma björgunarmönnum til þeirra á vélsleðum. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og eru auk þess með neyðarsendi með sér. Neyðarboðið barst frá Grímsvötnum en ekki næst samband við þá. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í kvöld. Ekki eru kjöraðstæður á jöklinum fyrir björgunarsveitarfólk en þar er nú snjókoma og þó nokkur vindur. Gera má ráð fyrir því að veður lægi ekki fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 22:20: Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á tíunda tímanum að nokkrir björgunarsveitarhópar séu komnir upp á jökulinn. Hóparnir stefna að punkti þar sem boð berast frá neyðarsendi ferðamannanna en ekki hefur enn náðst samband við þá. Davíð segir það þó eðlilegt að einhverju leyti. Þá segir Davíð að alls séu um 50 manns sem hafi verið ræstir út á einn eða annan hátt vegna leitarinnar. Förin sækist þó hægt, að sögn Davíðs, en rok og suddi er á jöklinum og lélegt skyggni. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um þjóðerni mannanna tveggja né hvenær þeir komu hingað til lands. Mennirnir voru þó búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í kvöld en Davíð segir greinilegt að þeir hafi einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.Uppfært klukkan 00:12: Fyrstu hópar af sleðamönnum voru komnir upp í Grímsvötn þegar blaðamaður náði tali af Davíð skömmu eftir miðnætti. Davíð sagði leit hafna á svæðinu en enn bólaði ekkert á ferðamönnunum tveimur. Leiðindaveður er á jöklinum, þoka og hvassviðri. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Um klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suður- og Austurlandi kallaðar út eftir að neyðarboð barst frá tveimur ferðamönnum á Vatnajökli, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. 50 manns taka þátt í leitinni að mönnunum með einum eða öðrum hætti en nú er einblínt á að koma björgunarmönnum til þeirra á vélsleðum. Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og eru auk þess með neyðarsendi með sér. Neyðarboðið barst frá Grímsvötnum en ekki næst samband við þá. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í kvöld. Ekki eru kjöraðstæður á jöklinum fyrir björgunarsveitarfólk en þar er nú snjókoma og þó nokkur vindur. Gera má ráð fyrir því að veður lægi ekki fyrr en í nótt.Uppfært klukkan 22:20: Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi á tíunda tímanum að nokkrir björgunarsveitarhópar séu komnir upp á jökulinn. Hóparnir stefna að punkti þar sem boð berast frá neyðarsendi ferðamannanna en ekki hefur enn náðst samband við þá. Davíð segir það þó eðlilegt að einhverju leyti. Þá segir Davíð að alls séu um 50 manns sem hafi verið ræstir út á einn eða annan hátt vegna leitarinnar. Förin sækist þó hægt, að sögn Davíðs, en rok og suddi er á jöklinum og lélegt skyggni. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um þjóðerni mannanna tveggja né hvenær þeir komu hingað til lands. Mennirnir voru þó búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í kvöld en Davíð segir greinilegt að þeir hafi einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.Uppfært klukkan 00:12: Fyrstu hópar af sleðamönnum voru komnir upp í Grímsvötn þegar blaðamaður náði tali af Davíð skömmu eftir miðnætti. Davíð sagði leit hafna á svæðinu en enn bólaði ekkert á ferðamönnunum tveimur. Leiðindaveður er á jöklinum, þoka og hvassviðri.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira