Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 09:39 Dimitrios Pagourtzis. Myndin var tekin við handtöku hans í gær. Vísir/AFP Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Byssumaðurinn sem skaut tíu til bana í framhaldsskóla í Texas í gær segist hafa þyrmt lífi þeirra sem hann kunni vel við. Þá lagði hann upp með að drepa þá sem honum líkaði illa við. Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær, þar sem ofangreind fullyrðing kom fram, en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum skammt frá borginni Houston. Pagourtzis, sem er sautján ára gamall, er sjálfur nemandi við skólann en hann réðst inn í myndlistartíma skömmu fyrir klukkan 8 í gærmorgun að staðartíma og hóf skothríð.Sjá einnig: Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Þá hafa tvö fórnarlömb árásarmannsins verið nafngreind. Cynthia Tisdale, sérkennari við Santa Fe-framhaldsskólann, og Sabikha Sheikh, skiptinemi frá Pakistan, létust í árásinni. Á vefmiðlinum Buzzfeed má auk þess nálgast nöfn annarra fórnarlamba Pagourtzis en þau hafa enn ekki fengist staðfest opinberlega.Frá bænastund til heiðurs fórnarlömbum árásarinnar í Santa Fe í gær.Vísir/AFPLögreglumaðurinn John Barnes var auk þess á meðal þeirra sem særðust í árásinni. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Í gær var greint frá því að vopnin sem Pagourtzis notaði við árásina, haglabyssa og skammbyssa, eru í eigu föður hans. Skotvopn virðast hafa verið árásarmanninum sérstakt hugðarefni en hann birti ögrandi mynd af sér á Instagram þar sem hann hélt á hnífi og byssu. Þá birti hann einnig mynd af bol með áletruninni „Fæddur til að drepa“ á samfélagsmiðlum. Téðum samfélagsmiðlareikningum Pagourtzis var eytt eftir að fregnir bárust af árásinni en hann fylgdi samtals þrettán reikningum á Instagram, þar af voru átta aðdáendasíður um skotvopn en hinir reikningarnir fjórir tengdust allir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og fjölskyldu hans.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum Einn í haldi. 18. maí 2018 15:27 Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Skotárásin í Santa Fe: „Ekki nógu hugaður til að fremja sjálfsvíg“ Pagourtzis er nemandi við skólann en komið hefur í ljós að byssurnar, sem hann notaði í árásinni, eru í eigu föður hans. 18. maí 2018 21:23