Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Kim Jong-un og Moon Jae-in stíga yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu. vísir/afp Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá og sagði að með því ákalli vildi Moon tryggja að yfirlýsingin fengi að standa burtséð frá því hvernig næstu kosningar færu. Kosið er um átta þingsæti í júní og gæti þá Frjáls Kórea (LKP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, bætt við sig fylgi. Nokkur ágreiningur er um ágæti yfirlýsingarinnar á þinginu. Demókratar, flokkur Moon, sitja einir í minnihlutastjórn, og hafa því ekki nógu marga þingmenn til að fullgilda yfirlýsinguna einir síns liðs. LKP hefur aftur á móti lofað því að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir fullgildingu yfirlýsingarinnar. Forsprakkar LKP hafa talað um fundinn með Kim sem leikrit. Sagt það sviðsett til að hjálpa Demókrötum í þing-, borgarstjóra og ríkisstjórakosningum júnímánaðar. Moon sagði hins vegar að fullgilding þingsins á yfirlýsingunni væri nauðsynleg, ekki ætti að gera svo mikilvægt mál að pólitísku deilumáli. Á meðal þeirra mála sem Kim og Moon komust að samkomulagi um var að vinna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, að semja loksins um frið í Kóreustríðinu og að gera hin vígbúnu landamæri að friðarstað. Í takt við síðastnefnda markmiðið tilkynnti suðurkóreski herinn að allir hátalarar hans á landamærunum, sem hafa varpað út áróðri yfir landamærin, verði fjarlægðir á næstunni. Slökkt var á hátölurunum í aðdraganda fundar Kim og Moon í Panmunjom.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58