Erlent

Réttað yfir fjármálastjóra Páfagarðs vegna fjölda kynferðisbrota

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Pell var gerður að kardinála af Jóhannesi Páli öðrum páfa árið 2003
Pell var gerður að kardinála af Jóhannesi Páli öðrum páfa árið 2003 Vísir/AFP
Ástralskur dómari hefur úrskurðað að næg sönnunargögn liggi fyrir til að rétta yfir kardinálanum George Pell vegna kynferðisbrota gegn börnum en hann er fjármálastjóri Páfagarðs. Pell, sem hefur verið kallaður þriðji æðsti ráðamaður Vatíkansins, neitaði sök fyrir rétti í morgun. Hann er ákærður fyrir fjölda brota síðustu áratugi og voru þrjátíu vitni leidd fyrir dómarann áður en hann kvað upp úrskurð.

Lögfræðingur Pells hefur dregið trúverðugleika vitnanna í efa og fullyrt að það væri algjörlega útilokað fyrir skjólstæðing sinn að brjóta gegn börnum. Að sögn viðstaddra sat Pell rólegur með krosslagða arma í meira en klukkustund á meðan hann hlustaði á vitnin segja frá brotunum í smáatriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×