Innlent

Yfir fjögur þúsund hafa skrifað undir yfirlýsingu: „Ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála.
Verðandi foreldrar hafa áhyggjur af gangi mála. Vísir/getty
Stjórnendur Facebookhópsins „Mæður og feður standa með Ljósmæðrum!“ hafa sent Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, stuðningsyfirlýsingu við kjarabaráttu ljósmæðra sem yfir fjögur þúsund manns hafa ritað nafn sitt við.

Þá eru yfir átján þúsund meðlimir í Facebookhópnum.

Að hópnum standa bæði nýbakaðar mæður og verðandi mæður sem hafa áhyggjur af gangi mála. Í yfirlýsingu þeirra segir:

Yfir fjögur þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu ljósmæðra.vísir/getty
„Það veldur okkur miklum áhyggjum að ljósmæður taki ekki að sér yfirvinnu frá og með 1. maí. En á sama tíma styðjum við þeirra aðgerðir heilshugar og teljum þær nauðsynlegar. Aðgerðaleysi stjórnvalda til lengri tíma er með öllu óásættanlegt og verður ekki skilið öðruvísi en sem vanvirðing við starfi ljósmæðra og börnunum okkar. Flótti úr stéttinni, mannekla á fæðingardeild og ótti og kvíði verðandi foreldra er nú á ábyrgð stjórnvalda.“

Stjórnendur hópsins eru þær Andrea Eyland, Heiðrún Arna Friðriksdóttir, Hrefna Rós Matthíasdóttir, Inga Kristjánsdóttir, Íris Tanja Flygering, Thelma Dögg Sigurbjartsdóttir og Margrét M. Norðdahl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×