Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 20:00 Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum. Landbúnaður Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka. Samningarnir sem öðluðust gildi í dag eru raunar tveir, en annar þeirra snýr að svokölluðum viðbótarfríðindum í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Í honum felst m.a. að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Þannig falla niður tollar á flestar unnar landbúnaðarvörur, súkkulaði, pítsur, pasta, bökunarvörur o.fl. „Ég held að allir hagnist á þessu. Þetta bætir aðgang íslenskra bænda að evrópska markaðnum og bætir aðgang evrópskra bænda að íslenska markaðnum. Héðan í frá fer meira en helmingur íslenskra landbúnaðarvara tollfrjálst til ESB,“ segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi.Stórauknir kvótar í báðar áttir Þá hækka tollfrjálsir innflutningskvótar beggja aðila umtalsvert. Þannig stendur til að árlegur tollfrjáls útflutningur Íslendinga á kindakjöti geti aukist um 1200 tonn á næstu fjórum árum og útflutningur á skyri aukist um ríflega 3600 tonn, svo dæmi séu nefnd. Þá myndast heimildir til að flytja út bæði alifuglakjöt og ost, sem ekki hafa verið til staðar áður. „Ég held að opnað verði fyrir osta inn á Evrópumarkaðinn í fyrsta sinn svo það verða miklu fleiri tækifæri fyrir íslenska bændur og matvælaframleiðendur til að flytja út á markað sem samanstendur af 500 milljónum manna. Svo ég held að þetta sé gott tækifæri fyrir Íslendinga,“ segir Michael. Feta-ostur og parmaskinka vernduð heiti Hinn samningurinn sem gildi tók í dag snýr að vernd landfræðilegra merkinga á afurðum. Þannig verður óheimilt að selja vörur undir heitum á borð við Parma-skinka og feta-ostur nema þær komi frá tilteknum svæðum og séu unnar með viðurkenndum hætti. Hingað til hefur mjólkursamsalan t.a.m. framleitt íslenskan ost og kallað hann feta – en það verður ekki mögulegt lengur. „Þetta skapar vonandi tækifæri fyrir báða aðila því Ísland getur í framtíðinni ráðið markaðnum með vörur sem njóta verndaðrar landfræðilegrarmerkingar í Evrópusambandinu og það mun vonandi efla þær á markaðnum því ef verið er að selja merkjavöru með landfræðilega merkingu er það merki um gæði og sérstöðu og það gefur bændum gott markaðstækifæri,“ segir Michael að lokum.
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira