Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 10:27 Mikil reiði hefur brotist út á Facebookvegg Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fordæmd fortakslaust. Valdimar Ármann er forstjóri Gamma. Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður. Húsnæðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður.
Húsnæðismál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira