Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2018 08:00 Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þingvelli ár hvert. Innlendar ferðaskrifstofur óttast samdrátt í bókunum vegna lakrar samkeppnisstöðu. Vísir/Pjetur „Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00