Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. maí 2018 08:00 Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir þingvelli ár hvert. Innlendar ferðaskrifstofur óttast samdrátt í bókunum vegna lakrar samkeppnisstöðu. Vísir/Pjetur „Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
„Það er algjört grundvallaratriði að tryggja að allir borgi lögleg laun og standi skil á sköttum og gjöldum og við þurfum að gera betur í því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um erlend ferðaþjónustufyrirtæki og undirboð á vinnumarkaði. Þórdís Kolbrún segir að greiningar sem unnar hafi verið um þessi efni bendi til þess að mikilvægast sé að auka eftirlit og herða eftirfylgni með gildandi reglum, frekar en að stór brotalöm sé í sjálfum reglunum. Ráðherra vísar þó til nokkurra frumvarpa sem liggi fyrir þinginu núna sem ætlað er að bæta úr brotalömum í regluverkinu og varði meðal annars öryggisáætlanir, úrbætur vegna launakjara starfsmanna erlendra fyrirtækja og um aðgerðir og hert eftirlit gegn skattaundanskotum.Sjá einnig: Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Forsvarsmenn íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála því að herða þurfi eftirlit og nefna til dæmis vettvangseftirlit Ríkisskattstjóra á ferðamannastöðum og segja því eingöngu beint að íslenskum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Guðrún Jenný Jónsdóttir hjá embætti Ríkisskattstjóra segir ekki rétt að vettvangseftirlitinu sé eingöngu beint gegn íslenskum fyrirtækjum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirVÍSIR/EYÞÓR„Embættið er með vettvangseftirlit í samstarfi við lögreglu og það sem við erum að kanna er hvort viðkomandi leiðsögumenn, bílstjórar og aðrir starfsmenn í þessum ferðum, séu rétt skráðir á Íslandi og séu að skila þeim sköttum og gjöldum sem á að skila hér á landi,“ segir Guðrún. Yfir háannatímann séu sjö manns sem sinni svona eftirliti á helstu ferðamannastöðum. Einnig hefur verið gagnrýnt að umræddum erlendum fyrirtækjum sé hampað á vefsíðum íslenskra markaðsátaka eins og Inspired by Iceland, þótt þau skili litlu sem engu inn í hagkerfið. Á vefsíðunni inspiredbyiceland.com má finna lista yfir íslensk og erlend ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðir hér á landi. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, segir þau ekki sinna eftirliti og hafi engar forsendur til að meta hvort fyrirtæki stundi ólöglega starfsemi. Almennt sé ekkert óeðlilegt að kynna erlend fyrirtæki líkt og íslensk, enda vilja margir vera með leiðsögumann frá sínu heimalandi. Inga Hlín segist þó muna eftir tveimur tilvikum um að fyrirtæki hafi verið fjarlægð af umræddum lista yfir þjónustuaðila vegna ábendinga frá öruggum aðila. Bandaríska fyrirtækið Backroads, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, er samkvæmt heimildum blaðsins annað þeirra fyrirtækja sem fjarlægð voru af fyrrnefndri vefsíðu vegna tilkynningar frá ASÍ um undirboð og brot á réttindum launafólks.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00