Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 20:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Margir séu óákveðnir og því geti staðan breyst mikið fram að kosningum. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent, fengi sex borgarfulltrúa og Vinstri græn eru í þriðja sæti með 11 prósenta fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi, Píratar 7,5 og Miðflokkurinn rúm sjö prósent og fengju þessir þrír síðast nefndu allir tvo borgarfulltrúa hver flokkur.Svona tölur; þýða þær að menn leggi árar í bát? „Þvert á móti. Nú þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að gera betur og við munum gera betur. Það vekur athygli hvað fáir taka afstöðu til spurningarinnar. En af þeim sem taka afstöðu er innan við helmingur sem styður borgarstjórnarflokkana. þannig að ég held að það sé mikið tækifæri framundan,“ segir Eyþór. Það sé mikill munur á fylgi flokka á milli kannanna. „Þannig að það er mikið flökt og greinilegt að menn eru ekki tilbúnir að gefa meirihluta stuðning á bakvið borgarstjórnarflokkana,“ segir Eyþór. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir síðustu kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú, þótt Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar næðu samkvæmt könnun Fréttablaðsins 13 borgarfulltrúum af tuttugu og þremur. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ sagði Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með.“ 8. maí 2018 13:20
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30