Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir VR safna sögum af því óréttlæti sem skjólstæðingar leigufélaganna segjast finna fyrir. „Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Margar sögurnar voru svo ótrúlegar að ég óskaði eftir gögnum frá þessu fólki sem sagði farir sínar ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en hann hafði orðið var við sögur af fólki sem taldi leigufélögin hafa beitt sig órétti. Nú er VR byrjað að safna sambærilegum gögnum til að meta umfangið. Hann ræddi málefni leigufélaganna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Og þegar ég fór að sjá tölvupóstsamskipti og svo leigusamninga að þá blöskraði mér svo svakalega og varð svo svakalega reiður að ég hugsaði með mér að hér þyrfti að grípa inn í,“ segir Ragnar. Meðal þeirra gagna sem Ragnar hefur séð eru hækkanir á leigu um tugi þúsunda á einum mánuði og á sama tíma bjóðist fólki ekki nema 12 mánaða samningar. „Þetta eru oft einstaklingar í lægri tekjuþrepum og hafa afar takmarkað svigrúm til að takast á við þessa einhliða ákvörðun leigufélaga.“ Aðspurður hvort að þetta sé ekki bara eðlilegt lögmál um framboð og eftirspurn segir Ragnar að markaðurinn hafi áður fengið að ráða ferðinni með skelfilegum afleiðingum. Hann segir að það sé mikið til sama fólkið sem missti allt sitt í bankahruninu fyrir tilstilli fjársterkra fyrirtækja og nú sé sama fólkið undir hæl leigufélaganna sem mörg hver séu í eigu sömu fjársterku aðilanna. Hann segir þessa starfsemi vera lítið annað en fjárkúgun. „það er ekki til staðar neitt regluverk sem ver leigjendur fyrir þessu ofbeldi,“ segir hann. „Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er regluverk. Lög og reglur sem gilda um leigufélög þar sem þau geta ekki hækkað leigu einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök.“ Ragnar segir það óásættanlegt að leigufélög séu að bjóða einstaklingum tólf mánaða leigusamninga, í því felist ekkert búsetuöryggi. „það þarf að endurskoða það að það sé hægt að henda fólki út ef það samþykkir ekki afarkosti leigufélaga um hækkun leigu bara af því að markaðsaðstæður leyfa það. Ef við viljum almennilegt búsetuöryggi þarf það þá að vera þannig að fólk á að geta gert plön lengur en tólf mánuði fram í tímann.“
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira