Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 22:53 Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Það hafi verið niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins að hann hafi ekki gerst brotlegur í starfi en að Bragi hafi farið út fyrir valdsvið sitt.Ásmundur var gestur í Kastljósinu í kvöld. Þar var hann spurður hvort hann, persónulega, beri traust til Braga og hvort hann sé traustsins verðugur sem frambjóðandi fyrir hönd Íslands og Norðurlandanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í svari Ásmundar fjallaði hann í löngu máli um áralanga reynslu Braga af málaflokknum: „Staðreyndin er sú að Bragi hefur áralanga reynslu í þessum málaflokki. Hann hefur verið forstjóri Barnaverndarstofu í yfir tuttugu ár, hann hefur starfað mikið í alþjóðastarfi, meðal annars á vegum Evrópuráðsþingsins, verið þar formaður meðal annars Lanzarote-nefndarinnar sem hefur eftirlit og er ráðgefandi til aðildarríkja þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Hann hefur komið að opnun barnahúsa í yfir sextíu borgum í Evrópu. Ég held að heilt yfir sé Bragi mjög öflugur kandídat til að fara í þetta embætti.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Hann óskaði sjálfur eftir því að fá að koma fyrir nefndina.Bragi GuðbrandssonTilmælin í takt við minnisblaðið Í minnisblaði frá 6. febrúar var ráðherra hvattur til að til að senda forstjóra Barnaverndarstofu tilmæli um að fara ekki aftur út fyrir starfssvið sitt. Aðspurður segir Ásmundur að tilmæli hans til Braga, að rannsókn lokinni, hefðu efnislega verið í takt við minnisblaðið. „Það er auðvitað þannig að ráðherra staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem þarna voru og lágu að baki í báðum þessum málum voru þess eðlis að þau eru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnar eru, og í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli eða þvíumlíkt.“Segir að það séu tvær hliðar á málinu Ásmundur vildi ekki ræða einstaka efnisþætti málsins en sagði að sér fyndist gríðarlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að; „Það er ekkert svart eða hvítt í þessu, það er það sem ég tel að sé mjög mikilvægt. Það er mjög auðvelt að sitja hvort sem er í stuttum spjallþáttum eins og þessum eða að setja fram á prenti mjög einhliða mál í þessum barnaverndarmálum almennt, þetta er eitt dæmi um það. Þess vegna er svo mikilvægt að menn kynni sér málið út frá öllum hliðum og öllum upplýsingum sem þar liggja að baki og niðurstöðum ráðuneytisins sem þarna búa að baki. Hann hafi ekki gerst brotlegur í störfum, ég vil allavega trúa því að þær séu réttar.“ Ríkisstjórn Íslands útnefndi Braga sem fulltrúa Íslands til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu sem Bragi sendi til fjölmiðla óskaði hann eftir því að Umboðsmaður Alþingis færi yfir embættisfærslur sem kvartað hafi verið yfir. Bragi segist ætla að axla ábyrgð ef niðurstaða málsins verður í samræmi við það. Ráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga guðbrandssonar. Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Það hafi verið niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins að hann hafi ekki gerst brotlegur í starfi en að Bragi hafi farið út fyrir valdsvið sitt.Ásmundur var gestur í Kastljósinu í kvöld. Þar var hann spurður hvort hann, persónulega, beri traust til Braga og hvort hann sé traustsins verðugur sem frambjóðandi fyrir hönd Íslands og Norðurlandanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í svari Ásmundar fjallaði hann í löngu máli um áralanga reynslu Braga af málaflokknum: „Staðreyndin er sú að Bragi hefur áralanga reynslu í þessum málaflokki. Hann hefur verið forstjóri Barnaverndarstofu í yfir tuttugu ár, hann hefur starfað mikið í alþjóðastarfi, meðal annars á vegum Evrópuráðsþingsins, verið þar formaður meðal annars Lanzarote-nefndarinnar sem hefur eftirlit og er ráðgefandi til aðildarríkja þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Hann hefur komið að opnun barnahúsa í yfir sextíu borgum í Evrópu. Ég held að heilt yfir sé Bragi mjög öflugur kandídat til að fara í þetta embætti.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Hann óskaði sjálfur eftir því að fá að koma fyrir nefndina.Bragi GuðbrandssonTilmælin í takt við minnisblaðið Í minnisblaði frá 6. febrúar var ráðherra hvattur til að til að senda forstjóra Barnaverndarstofu tilmæli um að fara ekki aftur út fyrir starfssvið sitt. Aðspurður segir Ásmundur að tilmæli hans til Braga, að rannsókn lokinni, hefðu efnislega verið í takt við minnisblaðið. „Það er auðvitað þannig að ráðherra staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem þarna voru og lágu að baki í báðum þessum málum voru þess eðlis að þau eru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnar eru, og í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli eða þvíumlíkt.“Segir að það séu tvær hliðar á málinu Ásmundur vildi ekki ræða einstaka efnisþætti málsins en sagði að sér fyndist gríðarlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að; „Það er ekkert svart eða hvítt í þessu, það er það sem ég tel að sé mjög mikilvægt. Það er mjög auðvelt að sitja hvort sem er í stuttum spjallþáttum eins og þessum eða að setja fram á prenti mjög einhliða mál í þessum barnaverndarmálum almennt, þetta er eitt dæmi um það. Þess vegna er svo mikilvægt að menn kynni sér málið út frá öllum hliðum og öllum upplýsingum sem þar liggja að baki og niðurstöðum ráðuneytisins sem þarna búa að baki. Hann hafi ekki gerst brotlegur í störfum, ég vil allavega trúa því að þær séu réttar.“ Ríkisstjórn Íslands útnefndi Braga sem fulltrúa Íslands til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu sem Bragi sendi til fjölmiðla óskaði hann eftir því að Umboðsmaður Alþingis færi yfir embættisfærslur sem kvartað hafi verið yfir. Bragi segist ætla að axla ábyrgð ef niðurstaða málsins verður í samræmi við það. Ráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga guðbrandssonar.
Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35
„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54