Ungt knattspyrnufólk á betra skilið frá KSÍ Benedikt Bóas skrifar 20. apríl 2018 08:00 Sitjandi eru þeir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Ari Edwald, forstjóri MS, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar. Fyrir aftan eru leikmenn liða sem voru boðuð á fundinn, þar á meðal liðið með bjórauglýsinguna. Slíkt féll í grýttan jarðveg hjá samtökum foreldra gegn áfengisauglýsingum. Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Nýverið skrifaði KSÍ undir samning við Mjólkursamsöluna um að bikarkeppnin heiti framvegis Mjólkurbikarinn. Var nokkrum félögum boðið að vera viðstödd, meðal annars Vatnaliljum, félagi í fjórðu deild. Það félag auglýsir bjórinn Bola framan á treyjunum. Í mynd sem fylgdi fréttatilkynningu standa tveir leikmenn félagsins bak við formann KSÍ, Guðna Bergsson með áfengisauglýsinguna framan á búningnum. Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, segir að þetta sé klárt brot á 20. grein áfengislaga og er lítið skemmt. „Þetta er einstaklega óviðeigandi og ósmekklegt sem og brot á áfengislögum. Þetta er í blóra við öll helstu markmið íþróttahreyfingarinnar og alls þess æskulýðsstarfs sem þar fer fram. Með öðrum orðum algerlega óboðlegt,“ segir hann.Samtökin skora á KSÍ að gera betur í þessum efnum og vanda sig betur. „Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum skora á KSÍ að gera gangskör í þessum efnum og hafa í hvívetna málstað barna og gildi hreyfingarinnar í öndvegi. Ungt knattspyrnufólk á einfaldlega betra skilið en svona vitleysu,“ segir Árni. Hjá KSÍ fengust þau svör að sambandið ætlaði að skoða málið.20. grein áfengislaga Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu. Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Undanþegið banni við áfengisauglýsingum erAuglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins, nema megintilgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.Auðkenni með firmanafni og/ eða firmamerki á flutningatækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira