Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Ingvar Þór Björnsson skrifar 22. apríl 2018 16:14 Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum. Vísir/GVA Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira