Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Ingvar Þór Björnsson skrifar 22. apríl 2018 16:14 Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum. Vísir/GVA Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta kemur fram í innleggi sem Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður samtaka umgengnisforeldra, skrifar. „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi,“ skrifar Gunnar.Segir varaformann Samfylkingarinnar taka þátt í skipulagðri aðför gegn feðrumÞá segir hann að Heiða Björg Hilmisdóttir hafi tekið þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum. „Í lokuðum hóp á Facebook tók varaformaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum þátt í skipulagðri aðför gegn feðrum sem tálmuð er umgengni og feðrahreyfingum,“ skrifar hann. Telur Gunnar að nauðsynlegt sé að stofna til framboðs til að stemma stigu við árás stjórnmálamanna gegn feðrum, feðrahreyfingum og baráttunni fyrir foreldrajafnrétti. „Nýtt stjórnmálaafl myndi einblína á réttindi feðra, barna þeirra og drengja í skólakerfinu. Nauðsynlegt er að komast á móts við drengi í grunnskólum þar sem þeir eiga undir högg að sækja. Einnig er nauðsynlegt að gera barnavernd faglegri með sérstakri áherslu á að stemma stigu við umgengnistálmunum og bæta réttaröryggi málsaðila.“Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklegaÞá talar hann fyrir því að félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mæti fátækum feðrum sérstaklega með tilliti til framfærslu barna þeirra í gegnum umgengni. „Einnig er mikilvægt að Reykjavíkurborg þrýsti á bætta innheimtuhætti hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga þannig að aukið tillit verði tekið til fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda. Þá hyggst hugsanlegt framboð einnig þrýsta á að innheimtur meðlaga færist alfarið til ríkisins þar sem meðlögin eru greidd út.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira