Erlent

Talið að 25 hafi fallið í óeirðunum í Níkaragva

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aukin harka færist í átökin í Níkaragva.
Aukin harka færist í átökin í Níkaragva. Vísir/afp
Mannréttindasamtök í Níkaragva segja 25 hafa fallið og hundruð hafa slasast í átökunum þar í landi nú þegar fimm dagar eru liðnir frá því að stjórnvöld boðuðu umdeildar breytingar á almannatryggingakerfinu. Fréttastofan Reuters greinir frá því að hinir látnu hafi verið á aldrinum 15 til 34 ára.Hörð mótmæli brutust út í höfuðborginni Managua í kjölfar þess að breytingarnar voru kynntar en aukin harka hefur færst í átökin þegar fimm dagar eru liðnir. Breytingarnar fela í sér skerðingu á lífeyri og annarra bóta ásamt  hækkun á iðgjöldum launþega.Vísir sagði frá því í gær að stjórnvöld hafi lokað fyrir útsendingar þriggja sjónvarpsstöðva sem sýndu beint frá mótmælunum.Á meðan að beinni útsendingu af átökunum stóð var innlendur fréttamaður skotinn til bana. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum í Níkarakva.Mótmælin sem standa yfir í landinu eru þau mannskæðustu frá því forsetinn Daniel Ortega tók við embætti árið 2007.

 


Tengdar fréttir

Tíu hafa látist í mótmælum í Níkaragva

Hörð mótmæli standa nú yfir í Níkaragva vegna breytinga stjórnvalda á almannatryggingakerfinu þar í landi. Mótmælin eru þau mannskæðustu þar í landi frá því að forsetinn Daniel Ortega tók við embætti árið 2007.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.