Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. apríl 2018 06:00 Að meðaltali fæða níu konur á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæðurnar, sem hafa lagt niður störf, krefjast þess að samningar við Sjúkratryggingar Íslands verði undirritaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans, vildi lítið tjá sig umfram efni tilkynningarinnar þegar eftir því var leitað. Hún sagði þó að það gæfi augaleið að álag á sængurlegudeildinni myndi aukast vegna vinnustöðvunarinnar og að mikilvægt væri að leysa úr deilunni. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, furðar sig á seinagangi ráðherrans. Ljóst hafi verið að samningur ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands myndi renna út 31. janúar síðastliðinn. Ellen segir að rétt fyrir páska hafi verið tilbúin drög að samningi sem gerðu ráð fyrir 13,8 prósenta hækkun á verktakagreiðslum ljósmæðranna, en í dag nema þær 4.394 krónum á tímann. Hún bendir á að hækkunin nemi alls 30 milljónum króna yfir árið sem í þessu samhengi væru ekki miklir fjármunir. Þá spari heimaþjónustan ríkinu heilmikinn kostnað og dragi auk þess úr álagi á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH. „Við sjáum ekki hvernig heilsugæslustöðvarnar eiga að geta sinnt öllum,“ segir Ellen. „Á Landspítalanum eru að ég held tuttugu rúm á meðgöngu- og sængurlegudeild. Þar liggja konur sem þurfa náið eftirlit sem og sængurkonur eftir fæðingu. Það fæða að meðaltali níu konur á dag á Landspítala,“ bætir hún við að lokum, efins um að Landspítalinn muni þola álagið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44