Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2018 12:00 Grobbelaar fagnar titlinum með Phil Neal. vísir/getty Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Sjá meira