Innlent

Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald

Birgir Olgeirsson skrifar
Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni.
Sindri Þór Stefánsson er hér í Leifsstöð í liðinni viku á leiðinni. Lögreglan á Suðurnesjum
Sindri Þór Stefánsson var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í dómstól í Amsterdam í dag. Sindri var handtekinn í borginni síðastliðið sunnudagskvöld og leiddur fyrir dómara í dag þar sem afstaða var tekin til áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum.

Dómarinn í máli hans ákvað að taka sér frest til morguns til að fara yfir öll gögn málsins. Sindri var ekki var spurður um afstöðu sína til framsals frá Hollandi til Íslands en það búast má við því að dómarinn spyrja hann á morgun. Samkvæmt svörum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam verður Sindri leiddur fyrir dómara klukkan hálf ellefu á morgun og mun dómarinn þá ákveða hvort hann úrskurði Sindra í nítján daga gæsluvarðhald.

Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði.

Flúði frá Íslandi eftir að dómari tók sér frest

Kvöldið áður en Sindri flúði hafði gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum runnið út en dómari tók sér frest til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Sindri sagði í yfirlýsingu til Fréttablaðsins að hann honum hefði verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn.

Sindri strauk frá fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn. Hann flaug samdægurs til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi í Svíþjóð og hafði ekkert spurst til ferða hans fyrr en hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu hafði borist ábending frá vegfaranda um ferðir hans.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.