Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Birgir Olgeirsson skrifar 24. apríl 2018 13:30 Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam. Vísir/Getty Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var í för með tveimur manneskjum þegar hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að lögreglu þar í borg hafði borist ábending um hann frá vegfaranda. Það var um klukkan sjö að staðartíma síðastliðið sunnudagskvöld sem vegfarandi gekk inn á lögreglustöð við götuna Nieuwezijds Voorburgwal í miðborg Amsterdam og tilkynnti lögreglu að hann hefði séð Sindra Þór Stefánsson í borginni sem væri eftirlýstur af lögreglu á Íslandi. Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi embættis héraðssaksóknara í Amsterdam, segir tvo lögreglumenn hafa farið af stað til að leita að Sindra í borginni. Þeir fundu hann svo í götunni Damrak, sem sem liggur á milli Konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborginni, ásamt tveimur manneskjum um klukkutíma eftir að ábendingin hafði borist.Sindri fannst í götunni Damrak sem liggur á milli Konungshallarinnar og aðallestarstöðvarinnar í Amsterdam.VísirWattimena segir aðeins Sindra hafa verið handtekinn og hinar manneskjurnar tvær hafi ekki verið yfirheyrðar. Wattimena segir Sindra hafa verið með falsað vegabréf á sér en hann hefði ekki streist á móti handtöku lögreglumannanna. Sindri Þór verður leiddur fyrir dómara síðdegis í dag þar sem ákveðið verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan framsalsferlinu stendur. Þar verður einnig tekin fyrir afstaða Sindra til framsals til Íslands. Ef Sindri samþykkir framsal gæti ferlið tekið innan við tíu daga, ef hann leggst gegn því tekur við ferli fyrir dómstólum sem getur tekið marga mánuði. Í svari sem barst frá dómsmálaráðuneytinu á Íslandi við fyrirspurn Vísis kemur fram að gert sé ráð fyrir að formleg framsalsbeiðni verði send hollenska dómsmálaráðuneytinu í þessari viku, en áður en slík beiðni er send þarf Sindri að koma fyrir dómara í Hollandi.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sindri hefur hlotið fjölda dóma fyrir fjársvik, stuld og hylmingu Sindri Þór Stefánsson á sér 15 ára afbrotasögu og hefur hlotið fjölda dóma fyrir þjófnað og fíkniefnabrot. Stal verkefnabókum nemenda í Glerárskóla, keypti veitingar út á kreditkort Akureyrarbæjar og geymdi stolin sírenuljós. 24. apríl 2018 07:00