Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2018 19:15 Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir. Alþingi Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
Töluverðar breytingar verða gerðar á tilhögun strandveiða í sumar og aflaheimildir meðal annars auknar um fimmtán hundruð tonn. Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. Það er smátt og smátt að skýrast hvaða mál verða samþykkt á vorþingi. En ljóst er að stjórnarflokkarnir ná aðeins að leggja fram hluta þeirra mála sem stefnt var að fyrir sumarið. Nú er hálfur mánuður þar til tveggja vikna hlé verður gert á störfum Alþingis vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mál eru þegar farin að koma út úr nefndum. þannig voru þrettán frumvörp og þingsályktanir ýmist til annarrar eða síðari umræðu á dagskrá Alþingis í dag. Eitt þessara mála er frumvarp um töluverðar breytingar á lögum um strandveiðar. En samkvæmt gildandi lögum hefur aflaheimildum verið skipt í potta á einstök veiðisvæði í kringum um landið. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnumálanefndar segir sjómenn síðan hafa verið í kappi við hver annan og veðrið við að hala aflanum inn sem skjótast í hverjum mánuði. „Við ætlum í sumar að gera tilraun með tólf daga í mánuði fyrir hvern bát. Og hafa þannig aukinn sveigjanleika og tryggja frekara öryggi. Menn geta valið sér þann dag sem bestur er til róðra,“ segir Lilja Rafney. Verulega verði bætt við veiðiheimildir með ónýttum heimildum innan 5,3 prósenta af heildarveiðiheimildum á fiskveiðiárinu. En ráðherra geti stöðvað veiðarnar ef aflinn næst áður en veiðitímabilinu lýkur. „En ráðherra hefur líka heimild samkvæmt reglugerð til að bæta ónýttum heimildum inn í kerfið þegar líður á sumarið ef þörf verður á,“ segir Lilja Rafney. Hins vegar sé ólíklegt að til þess þurfi að koma enda verði heimildir auknar í 11.200 tonn eða um tæplega fimmtán hundruð tonn. Þá verður ufsinn settur í sviga og ekki talinn með eins og áður var gert. Svæðaskiptingu veiðanna verður haldið og menn verða að skrá sig á tiltekin svæði þótt nú verði um að ræða heildarkvóta fyrir öll svæðin. „Og síðan fer það eftir því hvernig gæftir verða og hvernig gengur að veiða hjá hverjum og einum sem skráir sig inn í strandveiðar hve hratt gengur á þann pott,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Alþingi Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira