Sindri gæti orðið frjáls ferða sinna ef áframhaldandi gæsluvarðhald verður ekki samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 20:30 Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49