Sindri gæti orðið frjáls ferða sinna ef áframhaldandi gæsluvarðhald verður ekki samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 20:30 Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49