Sindri gæti orðið frjáls ferða sinna ef áframhaldandi gæsluvarðhald verður ekki samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 20:30 Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49