Ljósmæður höfnuðu samningsdrögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2018 04:59 Vísir/Getty Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samningsdrög sem unnin voru af fulltrúum ljósmæðra og Sjúkratryggingafélags Íslands eru „algjörlega óásættanleg“ að mati ljósmæðra. Þetta er niðurstaða fundar í gærkvöld, þar sem ljósmæður ræddu samningsdrögin sem unnin voru fyrr um daginn. Í rökstuðningi sínum segja ljósmæður að í drögunum leggi heilbrigðisráðuneytið til skerðingu við þjónustu við sængurkonur „til að unnt sé að hækka laun ljósmæðra og voru skilaboðin sú að ekki yrði sett meira fjármagn í þessa þjónustu,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Sem málsvarar kvenna og nýfæddra barna þeirra geta ljósmæður ekki sætt sig við að þjónustan sé skert á þennan hátt og ekki sé unnt að tryggja öryggi þeirra á fyrstu sólahringum eftir fæðingu með þessu móti. Heimaþjónusta ljósmæðra er í lykilhlutverki til að tryggja heilsu nýfæddra barna og að koma í veg fyrir innlagnir á fyrstu dögum ævinnar,“ segja ljósmæður. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalnum sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um tuttugu ljósmæður af þeim 150 sem starfa í þeirra röðum hafa sagt upp og taka fyrstu uppsagnirnar gildi hinn 1. júlí. Þar er nú í gildi neyðaráætlun vegna aðgerða ljósmæðra en áður höfðu allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu lagt niður störf.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00 Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04 Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hvetur deiluaðila til sátta enda ótækt að ástandið vari lengi Viðbúið er að senda þurfi nýbakaðar mæður fyrr heim en áður eftir að sjálfstætt starfandi ljósmæður hættu að sinna heimahjúkrun. Líklegt að rými kvennadeildar Landspítalans fyllist og að grípa verði til forgangsröðunar. 25. apríl 2018 08:00
Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. 25. apríl 2018 20:04
Munu þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim þrátt fyrir skort á heimaþjónustu Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. 24. apríl 2018 19:00