Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2018 13:00 Hér sjást þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar Alþingi var sett í desember síðastliðnum. visir/ernir Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira