Innlent

Eldsupptök við eldvegg í lagerrými Icewear

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Húsið er illa leikið eftir brunann.
Húsið er illa leikið eftir brunann. VÍSIR/VILHELM
Lögreglan hefur lokið vettvangsvinnu í iðnaðarhúsnæðinu við Miðhrauni 4 í Garðabæ. Upptök brunans sem varð þar á fimmtudaginn er við eldvegg í miðrými hússins í lagerrými Icewear.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tæknideild lögreglu ásamt fulltrúum Mannvirkjastofnunnar og slökkviliðsins voru að störfum á vettvangi í dag við rannsókn málsins.

Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvað varð til þess að kviknaði í húsinu. Framundan er vinna við rannsókn á haldlögðum gögnum.


Tengdar fréttir

Enn að störfum í Miðhrauni

Tæknideild lögreglu, fulltrúar frá slökkviliðinu og Mannvirkjastofnun eru enn að störfum á vettvangi í Miðhrauni 4 þar sem stórbruni varð í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×