Í stórfurðulegu stríði við Kópavogsbæ Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2018 14:44 Þau Lilja Katrín og Guðmundur segja sínar farir ekki sléttar í viðskiptum við Kópavogsbæ. Þeim hefur verið gert að greiða skatt af dánarbótum sem fyrrverandi kona látins föður Guðmundar fékk. visir/Vilhelm Hún var ekki skemmtileg heimsóknin sem þau hjónakorn Guðmundur R Einarsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir fengu þegar bankað var uppá að heimili þeirra að kvöldi föstudags. Þar var mættur fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013. Sagan sem þessu tengist er snúin og í raun öll hin furðulegasta, en Guðmundur hefur reynt að gera grein fyrir henni á Facebookvegg sínum. Um var að ræða greiðsluáskorun vegna dánarbús föður Guðmundar. Þau Lilja lýsa þessu sem kaldri vatnsgusu í andlitið, heimsókninni og það sem við hefur tekið kalla þau skrípaleik.Greiðslan rann aldrei til dánarbúsins Og þeim finnst viðbrögð Kópavogsbæjar öll hin undarlegustu, þjösnaleg og ekki standast lágmarks skoðun. Skuldin er eitt en það sem þeim finnst jafnframt undarlegt er að dánarbúinu barst greiðsla sem nam milljón króna árið 2014. Greiðslan er til komin vegna kjarasamnings hins látna en faðir Guðmundar var kennari. Að sögn þeirra Guðmundar og Lilju verður það svo til þess að kennitala föður Guðmundar „lifnar við“ og þeim er í framhaldinu gert að greiða skatt af þessari greiðslu.En, þessi greiðsla rann ekki til Guðmundar né dánarbúsins. Heldur til fyrrverandi konu hins látna.Þrautaganga milli stofnana Við tók þrautarganga milli stofnana til að finna út úr málinu. En, Guðmundur og Lilja lýstu þessu í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Tollstjóri vísaði á skattinn sem vísaði á Kópavogsbæ hvaðan greiðsla kom.En, þá byrjar ruglið fyrir alvöru og var þó nóg komið samt, að sögn þeirra Lilju og Guðmundar. Kópavogsbær átti lögum samkvæmt ekki að inna þessa greiðslu af hendi. Þetta segja þau Guðmundur og Lilja ótvírætt.Hin dularfulla ekkja og lögmaður hennar „Þeir greiddu konu, sem segist vera ekkja hins látna. En þau voru fyrir löngu skilin. Og ég tók yfir búið og skuldir þess,“ segir Guðmundur. Og bendir á að faðir hans hafi í kerfinu verið skráður sem einstaklingur. En, hin ónefnda kona fékk greiðslu sem ekkja. Kópavogsbær sem sagt leggur inn á rangan aðila, en greiðslan skráist á dánarbúið. Og við taka áætlanir skattsins á Guðmund, frá og með árinu 2014 að telja. „Það er margt í þessu sem er alvarlegt,“ segir Lilja. „Í fyrsta lagi það að við erum með opinber þinglýst gögn frá Kópavogi þar sem tengdafaðir minn er skráður einhleypur og býr hjá móður sinni.Kópavogsbær yfirskrifar þetta á þeim forsendum að þeir þar hafi lesið grein í Morgunblaðinu, eindálk um þetta andlát og talar við nágranna þessarar konu sem segist vera eiginkona hans. Já, þetta eru frábær rök?! Hringt var í systkini hans og þau spurð hvort hún væri eiginkona hans, en þau sögðu nei.“Andlátið bar að með harmrænum hætti Andlát föður Guðmundar bar að með harmrænum hætti; faðir hans átti við áfengisvandamál að stríða, sem Guðmundur lýsti að nokkru leyti í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í apríl 2014, en það kviknaði í íbúð hans og faðir hans andaðist í kjölfar þess. Því þótti það fréttnæmt á sínum tíma.Lilju og Guðmundi hafna nú borist formleg svör frá Kópavogsbæ sem þau túlka sem hótun, að engu verði frekar svarað nema fyrir dómsstólum.visir/vilhelmLilja segist hafa sent sýslumanni erindi vegna málsins en hefur ekki fengið nein svör. Guðmundur telur að Kópavogsbær hafi einfaldlega gefist upp gagnvart lögfræðingi konunnar, fyrrverandi eiginkonu föður síns, „borgum þetta bara“ í von um að málið myndi einfaldlega hverfa og vilji nú ekki horfast í augu við mistök sín. Þau Guðmundur og Lilja segja að þau hafi að endingu fengið fund með fulltrúum Kópavogsbæjar, þar sem því var haldið fram að Kópavogsbær hafi ekki gert neitt rangt. Og þeim hafi verið haldið á fundinum, og meinað að yfirgefa hann þegar þau vildu fara.Kópavogsbær vísar framburði á bug Vísir sendi fyrirspurn vegna þessa á Kópavogsbæ en þar á bæ er þessu vísað á bug í svari Sigríðar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa bæjarins: „Kópavogsbæ bar, sem vinnuveitanda, að greiða út samkvæmt ákvæðum kjarasamnings, lausnarlaun (makalaun) til eftirlifandi maka. Samkvæmt upplýsingum Kópavogsbæjar var fólkið sem um ræðir enn í sambúð þrátt fyrir að hafa sótt um skilnað að borði og sæng.Heldur er hún óskemmtileg þrautagangan sem þau Lilja og Guðmundur hafa mátt þola að undanförnu. Þau segjast eiga erfitt með að fara með málið lengra en orðið er.visir/vilhelmKarlmaðurinn, flutti ekki af sameiginlegu heimili þeirra og lést þar átta mánuðum eftir að sótt um skilnað að borði og sæng. Samkvæmt 35.gr hjúskaparlaga nr 31/1993 þá falla réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng niður ef makar halda áfram sambúð umfram stuttan tíma sem sanngjarnt er að ætla þeim, einkum vegna búferlaflutnings.“Óþolandi hótanir frá Kópavogsbæ Lilja segir málið með hinum mestu ólíkindum og viðbrögð Kópavogsbæjar þjösnaleg. Það hafi nú verið opnað með umfjöllun og í kjölfar þess barst þeim bréf þar sem fram kemur að Kópavogur ætli ekki að svara meira fyrir þetta mál – nema þá fyrir dómsstólum. (Sjá meðfylgjandi skjal.) En, stendur það til af hálfu þeirra Guðmundar og Lilju að fara með málið fyrir dómsstóla, liggur slík ákvörðun fyrir? „Nei, hún liggur ekki fyrir og okkur blöskrar sú hótun sem liggur í þessum orðum frá Kópavogsbæ. Ég les þetta sem hreina og beina hótun.Við erum fjölskylda í Kópavogi sem hefur að sjálfsögðu ekkert bolmagn til að fara í mál við heilt bæjarfélag, og ég hef á tilfinningunni að þessi orð þarna í lokin séu gagngert skrifuð til að draga úr okkur mátt og láta okkur gefast upp,“ segir Lilja Katrín.Tengd skjöl:Svar frá Kópavogsbæ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Hún var ekki skemmtileg heimsóknin sem þau hjónakorn Guðmundur R Einarsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir fengu þegar bankað var uppá að heimili þeirra að kvöldi föstudags. Þar var mættur fulltrúi með ábyrgðarbréf til þeirra þar sem þau voru krafin um eina og hálfa milljón, skuld sem þeim var gert að greiða vegna dánarbús föður Guðmundar. En, því búi var lokað árið 2013. Sagan sem þessu tengist er snúin og í raun öll hin furðulegasta, en Guðmundur hefur reynt að gera grein fyrir henni á Facebookvegg sínum. Um var að ræða greiðsluáskorun vegna dánarbús föður Guðmundar. Þau Lilja lýsa þessu sem kaldri vatnsgusu í andlitið, heimsókninni og það sem við hefur tekið kalla þau skrípaleik.Greiðslan rann aldrei til dánarbúsins Og þeim finnst viðbrögð Kópavogsbæjar öll hin undarlegustu, þjösnaleg og ekki standast lágmarks skoðun. Skuldin er eitt en það sem þeim finnst jafnframt undarlegt er að dánarbúinu barst greiðsla sem nam milljón króna árið 2014. Greiðslan er til komin vegna kjarasamnings hins látna en faðir Guðmundar var kennari. Að sögn þeirra Guðmundar og Lilju verður það svo til þess að kennitala föður Guðmundar „lifnar við“ og þeim er í framhaldinu gert að greiða skatt af þessari greiðslu.En, þessi greiðsla rann ekki til Guðmundar né dánarbúsins. Heldur til fyrrverandi konu hins látna.Þrautaganga milli stofnana Við tók þrautarganga milli stofnana til að finna út úr málinu. En, Guðmundur og Lilja lýstu þessu í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Tollstjóri vísaði á skattinn sem vísaði á Kópavogsbæ hvaðan greiðsla kom.En, þá byrjar ruglið fyrir alvöru og var þó nóg komið samt, að sögn þeirra Lilju og Guðmundar. Kópavogsbær átti lögum samkvæmt ekki að inna þessa greiðslu af hendi. Þetta segja þau Guðmundur og Lilja ótvírætt.Hin dularfulla ekkja og lögmaður hennar „Þeir greiddu konu, sem segist vera ekkja hins látna. En þau voru fyrir löngu skilin. Og ég tók yfir búið og skuldir þess,“ segir Guðmundur. Og bendir á að faðir hans hafi í kerfinu verið skráður sem einstaklingur. En, hin ónefnda kona fékk greiðslu sem ekkja. Kópavogsbær sem sagt leggur inn á rangan aðila, en greiðslan skráist á dánarbúið. Og við taka áætlanir skattsins á Guðmund, frá og með árinu 2014 að telja. „Það er margt í þessu sem er alvarlegt,“ segir Lilja. „Í fyrsta lagi það að við erum með opinber þinglýst gögn frá Kópavogi þar sem tengdafaðir minn er skráður einhleypur og býr hjá móður sinni.Kópavogsbær yfirskrifar þetta á þeim forsendum að þeir þar hafi lesið grein í Morgunblaðinu, eindálk um þetta andlát og talar við nágranna þessarar konu sem segist vera eiginkona hans. Já, þetta eru frábær rök?! Hringt var í systkini hans og þau spurð hvort hún væri eiginkona hans, en þau sögðu nei.“Andlátið bar að með harmrænum hætti Andlát föður Guðmundar bar að með harmrænum hætti; faðir hans átti við áfengisvandamál að stríða, sem Guðmundur lýsti að nokkru leyti í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í apríl 2014, en það kviknaði í íbúð hans og faðir hans andaðist í kjölfar þess. Því þótti það fréttnæmt á sínum tíma.Lilju og Guðmundi hafna nú borist formleg svör frá Kópavogsbæ sem þau túlka sem hótun, að engu verði frekar svarað nema fyrir dómsstólum.visir/vilhelmLilja segist hafa sent sýslumanni erindi vegna málsins en hefur ekki fengið nein svör. Guðmundur telur að Kópavogsbær hafi einfaldlega gefist upp gagnvart lögfræðingi konunnar, fyrrverandi eiginkonu föður síns, „borgum þetta bara“ í von um að málið myndi einfaldlega hverfa og vilji nú ekki horfast í augu við mistök sín. Þau Guðmundur og Lilja segja að þau hafi að endingu fengið fund með fulltrúum Kópavogsbæjar, þar sem því var haldið fram að Kópavogsbær hafi ekki gert neitt rangt. Og þeim hafi verið haldið á fundinum, og meinað að yfirgefa hann þegar þau vildu fara.Kópavogsbær vísar framburði á bug Vísir sendi fyrirspurn vegna þessa á Kópavogsbæ en þar á bæ er þessu vísað á bug í svari Sigríðar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa bæjarins: „Kópavogsbæ bar, sem vinnuveitanda, að greiða út samkvæmt ákvæðum kjarasamnings, lausnarlaun (makalaun) til eftirlifandi maka. Samkvæmt upplýsingum Kópavogsbæjar var fólkið sem um ræðir enn í sambúð þrátt fyrir að hafa sótt um skilnað að borði og sæng.Heldur er hún óskemmtileg þrautagangan sem þau Lilja og Guðmundur hafa mátt þola að undanförnu. Þau segjast eiga erfitt með að fara með málið lengra en orðið er.visir/vilhelmKarlmaðurinn, flutti ekki af sameiginlegu heimili þeirra og lést þar átta mánuðum eftir að sótt um skilnað að borði og sæng. Samkvæmt 35.gr hjúskaparlaga nr 31/1993 þá falla réttaráhrif skilnaðar að borði og sæng niður ef makar halda áfram sambúð umfram stuttan tíma sem sanngjarnt er að ætla þeim, einkum vegna búferlaflutnings.“Óþolandi hótanir frá Kópavogsbæ Lilja segir málið með hinum mestu ólíkindum og viðbrögð Kópavogsbæjar þjösnaleg. Það hafi nú verið opnað með umfjöllun og í kjölfar þess barst þeim bréf þar sem fram kemur að Kópavogur ætli ekki að svara meira fyrir þetta mál – nema þá fyrir dómsstólum. (Sjá meðfylgjandi skjal.) En, stendur það til af hálfu þeirra Guðmundar og Lilju að fara með málið fyrir dómsstóla, liggur slík ákvörðun fyrir? „Nei, hún liggur ekki fyrir og okkur blöskrar sú hótun sem liggur í þessum orðum frá Kópavogsbæ. Ég les þetta sem hreina og beina hótun.Við erum fjölskylda í Kópavogi sem hefur að sjálfsögðu ekkert bolmagn til að fara í mál við heilt bæjarfélag, og ég hef á tilfinningunni að þessi orð þarna í lokin séu gagngert skrifuð til að draga úr okkur mátt og láta okkur gefast upp,“ segir Lilja Katrín.Tengd skjöl:Svar frá Kópavogsbæ
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira