Erlent

Leikstjóri Gaukshreiðursins allur

Kjartan Kjartansson skrifar
Forman hlaut Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn árið 1976 og aftur árið 1985.
Forman hlaut Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn árið 1976 og aftur árið 1985. Vísir/AFP
Milos Forman, tékknesk ættaði leikstjórinn sem er þekktastur fyrir kvikmyndirnar „Gaukshreiðrið“ og „Amadeus“ er látinn, 86 ára að aldri. Hann lést í Bandaríkjunum eftir skammvinn veikindi, að sögn eiginkonu hans.

Alls hlaut Forman þrettán Óskarsverðlaun fyrir myndirnar tvær, þar á meðal sem besti leikstjórinn fyrir þær báðar. Hann festi einnig rokksöngleikinn „Hárið“ á filmu árið 1979 og var aftur tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndina „Ríkið gegn Larry Flint“ árið 1996.

Forman fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1932. Hann flutti til Bandaríkjanna eftir að Sovétmenn börðu niður uppreisnina sem var nefnd Vorið í Prag árið 1968. Forman öðlaðist bandarískan ríkisborgararétt á 8. áratugnum, að því er segir í frétt Reuters af andláti leikstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×